„Vonandi öllum til góðs“

„Þetta er mjög far­sælt,“ seg­ir Þorkell Sig­ur­laugs­son, stjórn­ar­formaður Fram­taks­sjóðs Íslands, um sölu sjóðsins á 7% hlut í Icelanda­ir Group fyr­ir 6,6 millj­arða kr. í dag.  Árið 2010 keypti sjóður­inn 30% hlut í fé­lag­inu fyr­ir 3,6 millj­arða en nú er búið að selja þenn­an hlut fyr­ir sam­tals 15,2 millj­arða í fjór­um áföng­um.

„Ég held að það hafi skipt málið að selja ekki all­an hlut­inn í einu lagi. Ég held að það sé mjög gott að hafa selt þetta í áföng­um, að það sé dreift eign­ar­hald á fé­lag­inu. Það sé gott fyr­ir Icelanda­ir sem er lyk­il­fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ust­unni,“ seg­ir Þorkell og bæt­ir við að fyr­ir­tækið sé í traust­um og góðum hönd­um.

Aðspurður seg­ir hann að það liggi ekki fyr­ir hverj­ir hverj­ir keyptu hlut­inn. „Það kem­ur bara í ljós.“

Komu inn þegar Icelanda­ir átti í mikl­um erfiðleik­um

Þorkell tek­ur fram að sjóður­inn hafi haft þá stefnu að selja hlut­ina á ákveðnum tím­um, þ.e. þegar heim­ilt sé að selja. „Það er ný­búið að birta upp­gjör fyr­ir fé­lagið. Það er mjög mik­il­vægt að sal­an fari fram á rétt­um tíma­punkt­um; að við séum ekki að trufla markaðinn. Þannig að þetta er mjög far­sælt og gott mál og von­andi öll­um til góðs,“ seg­ir Þorkell.

Fyrri part árs 2010 keypti sjóður­inn 30% hlut í Icelanda­ir. „Þá var nú fé­lagið búið að vera í mikl­um erfiðleik­um í tengsl­um við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu,“ seg­ir Þorkell og bæt­ir við að þetta hafi verið um svipað leyti og eld­gos varð í Eyja­fjalla­jökli.

„Þetta voru erfiðir tím­ar og þá kom­um við þarna inn, sem er okk­ar hlut­verk,“ seg­ir Þorkell og bæt­ir við að keypt hafi verið fyr­ir 3,6 millj­arða kr.

Hann bend­ir á að þá hafi Icelanda­ir verið á markaði, sem hafi verið nokkuð sér­stakt. 

Mis­mun­ur­inn 11,6 millj­arðar króna

Þorkell bend­ir á að hlut­ur sjóðsins í Icelanda­ir hafi verið seld­ur nokkr­um áföng­um.

„Okk­ar hlut­verk er að koma inn og fara svo út. Við höf­um selt á ár­un­um 2011, 2012, 2013 og 2014 - í fjór­um áföng­um - fyr­ir 15,2 millj­arða. Þannig að þetta eru 11,6 millj­arðar sem er mis­mun­ur­inn,“ seg­ir Þorkell.

Hann bend­ir á að fjár­hæðinni sé skilað til líf­eyr­is­sjóðanna og Lands­bank­ans sem eru eig­end­ur sjóðsins. 

„Við end­ur­fjárfest­um aldrei held­ur skil­um þessu til eig­end­anna sem er al­menn­ing­ur í land­inu, líf­eyr­is­sjóðir og Lands­bank­inn, sem er í eigu rík­is­ins.“

Aðkoma Fram­taks­sjóðsins mik­il­væg

Þorkell bend­ir á að kaup­in hafi verið um­deild á sín­um tíma, en þetta var fyrsta fjár­fest­ing sjóðsins.

„Menn voru þá ekki bún­ir að átta sig á því á þeim tíma hversu mik­il­væg aðkoma okk­ar var í raun, því fé­lagið er í dag burðarás­inn í ferðaþjón­ust­unni. Þetta er afar mik­il­vægt,“ seg­ir Þorkell sem bæt­ir við að á þeim tíma hafi Íslands­banki verið hluti af þessu verk­efni. 

Hann bend­ir á að sjóður­inn sé bú­inn að selja fleiri fé­lög, s.s. Húsa­smiðjuna, Plast­prent og all­an eign­ar­hlut­inn í Voda­fo­ne fyr­ir nokkru. 

Þá seg­ir Þorkell að fjöl­mörg verk­efni séu framund­an. „Við erum með mörg góð fé­lög ennþá og Fram­taks­sjóður­inn er að skoða fleiri fjár­fest­ing­ar­mögu­leika. Það eru mörg skemmti­leg verk­efni ennþá í píp­un­um,“ seg­ir hann.

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.
Þorkell Sig­ur­laugs­son, stjórn­ar­formaður Fram­taks­sjóðs Íslands. mbl.is/​Ern­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK