Segir evruna halda niðri hagvexti

Arnaud Montebourg.
Arnaud Montebourg. AFP

Hátt gengi evrunnar dregur úr samkeppnishæfni franskra fyrirtækja og heldur niðri hagvexti á evrusvæðinu. Þetta segir Arnaud Montebourg, iðnaðarráðherra Frakklands, í viðtali við franska dagblaðið Les Echos síðastliðinn sunnudag. Hann bendir á að hagvöxtur á árunum 2012-2013 hafi verið 3,4% í Bandaríkjunum, 2,3% í Japan en aðeins 0,2% á evrusvæðinu.

Spurður hvort hátt gengi sé ekki gott fyrir innflutningsgreinar segir Montebourg að forgangsmál sé að efla útflutninginn til þess að draga úr viðskiptahalla við önnur ríki sem hafi verið neikvæður upp á 61 milljarð evra á síðasta ári. Evran valdi framleiðslugreinum í Frakklandi skaða í miðjum efnahagserfiðleikum í stað þess að auka samkeppnishæfni þeirra. Fara þurfi fram opinber umræða um það hvernig hægt verði að lækka gengi evrunnar.

Bendir hann á að samkvæmt franska fjármálaráðuneytinu myndi 10% gengislækkun evrunnar þýða 1,2% hagvaxtaraukningu í Frakklandi sem skapa myndi 150 þúsund fleiri störf, bæta viðskiptajöfnuðinn við útlönd og minnka hallann á ríkissjóði um 12 milljarða evra.

Ráðherrann segir Evrópska seðlabankann lítið geta gert í gegnum stýrivexti sína enda séu þeir nánast 0%. Þar með talið geti hann ekki staðið við verðbólgumarkið sitt upp á 2% enda yfirvofandi hætta á verðhjöðnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK