Gengi krónunnar hefur hækkað um 11,8%

mbl.is/Júlíus

Frá útgáfu síðustu Peningamála Seðlabankans í nóvember hefur gengi krónunnar hækkað um 5,4% gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu, 4,7% gagnvart evru og 5% gagnvart Bandaríkjadal.

Það er talsvert önnur þróun en var á sama tímabili fyrir ári þegar gengið lækkaði töluvert. Gengi krónunnar miðað við gengisvísitölu er nú 11,8% hærra en á sama tíma í fyrra. Afgangur af utanríkisviðskiptum og minni afborganir erlendra lána fyrirtækja og sveitarfélaga hafa stutt við gengið en á móti hefur þróun viðskiptakjara verið óhagstæð, samkvæmt Peningamálum.

Hefur keypt 13,5 milljarða umfram sölu

„Sveiflur í gengi krónunnar hafa einnig minnkað, m.a. vegna að­ gerða Seðlabankans. Hrein gjaldeyriskaup Seðlabanka Íslands á millibankamarkaði námu um 6,7 ma.kr. á fjórða fjórðungi síðasta árs og um 1 ma.kr. á árinu í heild en um 22,7 ma.kr. að með töldum greiðslum vegna framvirkra samninga. Þá hefur bankinn keypt um 13,5 ma.kr. það sem af er þessu ári umfram það sem hann hefur selt,“ segir í Peningamálum

Gengi krónunnar samkvæmt vísitölu meðalgengis var að meðaltali tæplega 218 stig á fjórða fjórðungi síðasta árs, sem er lítillega lægra gengi en gert var ráð fyrir í spá bankans í nóvember. Það sem af er þessu ári hefur vísitalan verið um 210 stig að meðaltali.

Grunnspá bankans byggist sem fyrr á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldist svipað út spátímann miðað við stöðu vísitölunnar þegar spágerð lýkur. Gangi þetta eftir verður gengi krónunnar um 2½% hærra en gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK