Lífeyrissjóðir og sjóðir Landsbankans keyptu

Gengi Icelandair hefur svifið seglum þöndum.
Gengi Icelandair hefur svifið seglum þöndum. mbl.is/Boeing

Þeir sem keyptu 7% hlut í Icelandair Group fyrir 6,6 milljarða af Framtakssjóði Íslands á mánudaginn eru lífeyrissjóðir og sjóðir á vegum Landsbankans sem enn fremur annaðist söluna.

Þetta segja heimildarmenn Morgunblaðsins sem starfa á verðbréfamarkaði. Í hópnum eru annars vegar lífeyrissjóðir sem eiga í Framtakssjóðnum og hins vegar lífeyrissjóðir sem ekki eiga í honum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um kaupin í blaðinu í dag.

Árið 2010 keypti Framtakssjóðurinn 30% hlut í félaginu fyrir 3,6 milljarða samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu í kjölfar efnahagsáfalls og eldgoss í Eyjafjallajökli. Nú hefur sjóðurinn selt allan þann hlut í fjórum áföngum fyrir 15,2 milljarða króna og er gengishagnaðurinn 11,6 milljarðar króna. Ef horft er til þeirra fjárhæða nemur ávöxtunin 322%. Á sama tímabili hafa bréf easyJet hækkað um 274%, Ryanair um 96% og Norwegian um 90%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK