13 stofur tilnefndar til Lúðursins

Þrettán auglýsingastofur eru tilnefndar til Lúðursins, Íslensku auglýsingaverðlaunanna, fyrir athyglisverðustu og árangursríkustu auglýsingar ársins. Viðurkenningar verða veittar fyrir alls fimmtán flokka. Lúðurinn 2014 verður haldinn hátíðlegur í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 21. febrúar nk. ÍMARK, Samband íslensks markaðsfólks, stendur fyrir viðburðinum í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA).

Íslenska auglýsingastofan, Hvíta húsið og ENNEMM fengu flestar tilnefningar eða tólf hver um sig. Brandenburg fékk  tíu tilnefningar, Janúar Markaðshús og Jónsson & Le'macks fengu sex tilnefningar hvor, H:N markaðssamskipti fékk fimm og framleiðslufyrirtækið Tjarnargata einnig fimm tilnefningar. Ármann Agnarsson og Jónas Valtýsson fengu þrjár tilnefningar, Pipar/TBWA fékk tvær og Döðlur, Silent og Vinnustofan og Nielsen eina tilnefningu hver. Í sumum tilnefningunum er um samstarfsverkefni að ræða.

„Þetta er í tuttugasta og áttunda skipti sem Lúðurinn er afhentur við hátíðlega athöfn. Tilgangur Lúðursins er að vekja athygli á vel gerðu auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli. Keppnin er opin öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi,“ er haft eftir Friðriki Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, í tilkynningu. Hér að neðan má sjá tilnefningarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK