Hafa framleitt 2 milljónir tonna

Mikael Viðarsson, framleiðslusérfræðingur í steypuskála (t.v.) og Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri …
Mikael Viðarsson, framleiðslusérfræðingur í steypuskála (t.v.) og Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri málmvinnslu. Af vef Alcoa

Í ársbyrjun 2014 var þeim áfanga náð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði að heildarframleiðslumagn afurða fyrirtækisins náði tveimur milljónum tonna. Nú eru liðin tæp sjö ár síðan fyrsta kerið var ræst en það var í apríl 2007, segir í frétt á vef Alcoa. 

Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri málmvinnslu hjá Fjarðaáli, segir í fréttinni að á hverjum degi framleiði steypuskálinn um 950 tonn af áli. Bráðnu álinu, sem sogað er upp í deiglur úr 336 kerum álversins, er ekið í deiglum eftir sérstakri akstursbraut yfir í steypuskálann. Á hverri klukkustund allan sólarhringinn er að meðaltali þremur fullum deiglum ekið inn um dyr steypuskálans, eða 84 deiglum á sólarhring.
 
Í steypuskálanum er fljótandi álinu hellt í ofna þar sem álinu er blandað í samræmi við óskir viðskiptavina og síðan steypt í hleifa, melmisstangir, T-barra og vírrúllur. „Á hverjum degi framleiðum við um 950 tonn af gæðavörum,” segir Smári. „Hlutfall virðisaukandi vöru hefur aukist jafnt og þétt og er nú um 45% af framleiðslunni.” Til virðisaukandi vöru telst framleiðsla á  vírum sem notaðir eru í rafmagnsstrengi, háspennulínur og melmisblöndur sem eru að mestu notaðar í bílaiðnaðinum.   
 
Reiknað er með því að heildarframleiðsla Alcoa Fjarðaáls verði um 350.000 tonn á árinu 2014 en samkvæmt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun gaf út þann 8. nóvember 2010 hefur fyrirtækið heimild til þess að framleiða allt að 360.000 tonnum af áli á ári, segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK