Actavis kemur með 2,2 milljarða króna til landsins

Rannsóknarstofa Actavis. Félagið kom með 2,2 milljarða króna til landsins, …
Rannsóknarstofa Actavis. Félagið kom með 2,2 milljarða króna til landsins, í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, í seinustu viku. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Acta­vis plc., móður­fé­lag Acta­vis á Íslandi, kom með 2,2 millj­arða króna til lands­ins í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðlabanka Íslands í sein­ustu viku.

Guðjón Gúst­afs­son, yf­ir­maður fjár­stýr­ing­ar hjá Acta­vis, seg­ir að fjár­magnið verði nær ein­göngu notað til að „fjár­festa í þróun starf­sem­inn­ar“. Hann vildi ekki tjá sig frek­ar um fjár­fest­ing­una, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Fjár­fest­ing­ar­leiðin geng­ur út á að fjár­fest­ar komi með gjald­eyri til lands­ins og skipti hon­um fyr­ir krón­ur og fjár­festi hér til lengri tíma. Gul­rót­in fyr­ir fjár­magnseig­end­ur er að þeir fá um 20% af­slátt af krón­un­um miðað við skráð gengi Seðlabank­ans. Þetta er í annað sinn sem Acta­vis fer fjár­fest­ing­ar­leiðina, en í byrj­un janú­ar­mánaðar árið 2013 greindi Morg­un­blaðið frá því að fé­lagið hefði komið með einn millj­arð króna til lands­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK