Actavis kemur með 2,2 milljarða króna til landsins

Rannsóknarstofa Actavis. Félagið kom með 2,2 milljarða króna til landsins, …
Rannsóknarstofa Actavis. Félagið kom með 2,2 milljarða króna til landsins, í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, í seinustu viku. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Actavis plc., móðurfélag Actavis á Íslandi, kom með 2,2 milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í seinustu viku.

Guðjón Gústafsson, yfirmaður fjárstýringar hjá Actavis, segir að fjármagnið verði nær eingöngu notað til að „fjárfesta í þróun starfseminnar“. Hann vildi ekki tjá sig frekar um fjárfestinguna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Fjárfestingarleiðin gengur út á að fjárfestar komi með gjaldeyri til landsins og skipti honum fyrir krónur og fjárfesti hér til lengri tíma. Gulrótin fyrir fjármagnseigendur er að þeir fá um 20% afslátt af krónunum miðað við skráð gengi Seðlabankans. Þetta er í annað sinn sem Actavis fer fjárfestingarleiðina, en í byrjun janúarmánaðar árið 2013 greindi Morgunblaðið frá því að félagið hefði komið með einn milljarð króna til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK