Már tilbúinn að gegna starfinu áfram

Már Guðmundsson seðlabankastjóri
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mbl.is/Eggert Jóhannesson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur áhuga á að gegna starfi seðlabankastjóra áfram en hálft ár er þangað til fimm ára skipunartími hans rennur út. Þetta kom fram í máli Más á árshátíð Seðlabankans sem nú stendur yfir. „Ég ætla þá að upplýsa það hér að ég er tilbúinn að hefja nýtt tímabil sé það í boði,“ sagði Már í ræðu sinni og upplýsti um að hann hefði greint forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar frá þessu. Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2009.

Ég ætla þá að upplýsa það hér að ég er tilbúinn að hefja nýtt tímabil sé það í boði.

Hann lauk BA-prófi í hagfræði frá háskólanum í Essex auk þess sem hann stundaði nám í hagfræði og stærðfræði við Gautaborgarháskóla. Hann er með M-phil. gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cambridge og stundaði þar doktorsnám. Már hefur frá árinu 2004 gegnt starfi aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Hann starfaði áður í Seðlabanka Íslands í um tvo áratugi og þar af sem aðalhagfræðingur í rúm tíu ár. Már var efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra frá 1988-1991. Már hefur ritað fjölda greina og ritgerða um peninga- og gengismál og skyld efni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK