Ewald Nowotny, stjórnarformaður Seðlabanka Austurríkis og stjórnarmaður í Evrópska seðlabankanum, gagnrýndi í dag stjórnlagadómstól Þýskalands fyrir að efast um lögmæti skuldabréfakaupa Evrópska seðlabankans.
Hann sagði að venjulegir landsdómstólar ættu ekki að hafa neitunarvald yfir ákvörðunum sem teknar væru á grundvelli evrusamstarfsins.
Stjórnlagadómstóll Þýskalands sagði fyrr í mánuðinum að Evrópski seðlabankinn gæti hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann hóf að kaupa skuldabréf af verst hrjáðu evruríkjunum. Dómstóllinn vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Sérfræðingar hafa bent á að stjórnlagadómstóllinn hafi ekki lögsögu yfir seðlabankanum, sem fellur undir lögsögu ESB-dómstólsins, og geti því ekki fellt dóm yfir honum. Það þýði að dómstóllinn geti ekki beinlínis lagt bann við skuldabréfakaupunum.