Ummælin skapa óvissu um verðbólgu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Óvissa um verðbólgu næstu ára hef­ur auk­ist eft­ir þau um­mæli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra að hann vilji að Seðlabanki Íslands taki upp aðra vaxta­stefnu og að til greina komi að fjölga seðlabanka­stjór­um, seg­ir í frétt IFS grein­ing­ar.

Þar seg­ir að það muni skýr­ast á næst­unni hvort sjálf­stæði Seðlabank­ans verði í raun rýrt. Verði seðlabanka­stjór­um fjölgað til að breyta vaxta­stefnu bank­ans gæti IFS grein­ing þurft að upp­færa verðbólgu­spá sína. 

„Of mik­il óvissa er þó um fyr­i­r­áætlan­ir stjórn­valda til að meta hvort að draga muni í raun úr sjálf­stæði Seðlabank­ans,“ seg­ir IFS grein­ing. Hitt sé hins veg­ar ljóst að verði dregið úr sjálf­stæði Seðlabank­ans munu verðbólgu­horf­ur versna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK