Verðbólga á Spáni er nú sú minnsta í fimmtíu ár, að því er fram kemur í frétt á vef Reuters. Ástæðan er veikburða eftirspurn innanlands vegna vaxandi atvinnuleysis og lækkandi launa.
Vísitala neysluverðs lækkaði um 1,6 prósentustig í janúar frá því í desember en verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 0,2%. Á síðustu fimm mánuðum hefur hún verið 0,5%.
Miklar lækkanir hafa orðið á bæði olíu- og bensínverði að undanförnu, sem hafa dregið vagninn.