Hagnaður SS jókst lítillega

Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS. mbl.is/Rósa Braga

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands (SS) nam 466 milljónum króna í fyrra og jókst lítillega milli ára, en árið 2012 nam hann 463 milljónum króna.

Í tilkynningu frá félaginu segir að tekjur þess hafi numið 10,2 milljörðum króna árið 2013 og aukist um níu prósent milli ára. Eigið fé SS er 3,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 51%.

Vöru- og umbúðanotkun var 5,3 milljarðar króna en 4,9 milljarðar árið áður. Launakostnaður var 2,2 milljarðar og hækkaði um tæp tíu prósent milli ára. Annar rekstrarkostnaður nam 1,7 milljörðum og hækkaði um sex prósent.

Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 1.021 milljón króna en var 980 milljónir króna árið áður.

Í tilkynningu frá SS segir að fjárfest hafi verið á árinu fyrir 681 milljón króna í varanlegum rekstrarfjármunum en fyrir 378 milljónir árið áður. Á árinu var starfstöð félagsins á Selfossi stækkuð en þar er meðal annars slátur- og frystihús félagsins. Einnig var hafin bygging á nýju vöruhúsi fyrir áburð á athafnasvæði félagsins í Þorlákshöfn. Alls voru eignar fyrir 21 milljón króna seldar.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2013 var í aprílmánuði greiddur 14,5% arður af B-deild stofnsjóðs, alls 26 milljónir króna, og reiknaðir 7% vextir á A-deild stofnsjóðs, alls 20 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Wilhelm Emilsson: SS
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK