Heimilum í vanskilum fækkar enn

Heimilum í vanskilum fækkaði um 2,5% í janúar.
Heimilum í vanskilum fækkaði um 2,5% í janúar. mbl.is/Ómar

Heimilum í vanskilum hélt áfram að fækka í janúarmánuði. Alls fækkaði þeim um tæp 2,5% milli mánaða, eða 83 heimili. Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að hlutfall undirliggjandi lánavirðis einstaklinga í vanskilum hafi einnig haldið áfram að fækka.

Í lok janúar nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 4,3 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 66,6 milljarðar króna eða um 10,27% af útlánum sjóðsins til einstaklinga. Það er rúmum þremur prósentustigum lægra hlutfall en í janúar 2013.

Í skýrslunni kemur fram að heimili í vanskilum séu alls 3.460 og að þar af séu 238 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls hafi 7,05% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði verið með lánin í vanskilum í lok janúar síðastliðins. Sambærilegt hlutfall í lok janúar 2013 var 9,29%.

Fjáhæð vanskila útlána til lögaðila nam alls 3,7 milljörðum króna og nam undirliggjandi lánavirði 32,7 milljörðum króna. Tengjast því vanskil 21,71% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,67% lækkun frá fyrri mánuðum, að því er segir í skýrslunni.

Vanskil eða frystingar ná samtals til 12,42% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í janúar í fyrra var 14,99%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK