Birtir yfir landinu á ný

Regína Bjarnadóttir forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka
Regína Bjarnadóttir forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka Ómar Óskarsson

Það gæt­ir auk­inn­ar bjart­sýni meðal grein­ing­araðila og fjár­fest­ing­ar eru komn­ar á skrið á ný. Þrátt fyr­ir að verðbólga sé nú í nýj­um lægðum er þó lík­legt að hún muni hækka aft­ur á næst­unni og vera í kring­um 4%. Þetta kem­ur fram í nýtti þjóðhags­spá Ari­on banka, en hún var kynnt á ráðstefnu með yf­ir­skrift­inni „kom­in upp úr hjól­för­un­um.“ Í fyrra var fyr­ir­sögn sömu ráðstefnu „föst í fyrsta gír“ og sést ágæt­lega á þeirri breyt­ingu að mikið hef­ur gerst und­an­farið ár.

Á fund­in­um í morg­un fór Regína Bjarna­dótt­ir, for­stöðumaður grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka, yfir niður­stöðurn­ar og sagði hún að mikið hafi verið að ger­ast á und­an­förn­um sex mánuðum og að grein­ing­ar­deild­in væri orðin ágæt­lega bjart­sýn. „Við sjá­um fyr­ir ágæt­an hag­vöxt,“ sagði Regína. Hún benti á að nýj­asta spá Seðlabank­ans og þessi spá Ari­on væru þær bjart­sýn­ustu í lang­an tíma, meðan meiri tregi sé í fyrri spám.

Fjár­fest­ing­ar komn­ar af stað á ný

Hag­vöxt­ur á þessu ári verður að mati Ari­on banka drif­inn áfram af fjár­fest­ingu og einka­neyslu. Fjár­fest­ing­in er að koma þarna ný inn eft­ir nokkuð langa fjar­veru, en Regína seg­ir að mörg fyr­ir­tæki séu byrjuð að fjár­festa að nýju og þá sé bygg­ing­ar­markaður­inn kom­inn á skrið á ný. Hún seg­ir að vegna þessa vaxt­ar spái bank­inn þó því að ut­an­rík­is­viðskipti verði nei­kvæð á þessu ári, en já­kvæðari á kom­andi árum vegna ávaxt­ar af fjár­fest­ing­um.

Horf­ur í lönd­un­um í kring­um okk­ur skipta einnig miklu máli upp á stöðuna hér á landi. Regína seg­ir að bjart sé yfir á flest­um mörkuðum enda séu hag­vaxta­horf­ur í helstu viðskipta­lönd­um að batna. „Með bætt­um hag­vexti er­lend­is sjá­um við fram á betri tíma hér,“ seg­ir Regína.

Einka­neysla jókst á seinni hluta árs­ins þrátt fyr­ir minni sér­tæk­ar aðgerðir og seg­ir Regína það mjög áhuga­vert og bendi til þess að betra jafn­vægi sé komið á stöðu heim­il­anna en áður hafði verið gert ráð fyr­ir. Hún lýsti þó yfir áhyggj­um af því að miðað við at­vinnu­leys­istöl­ur og þá staðreynd að á síðasta ári hefðu tvö þúsund er­lend­ir ein­stak­ling­ar flutt til lands­ins um­fram brott­flutta væri vís­ir á að botni at­vinnu­leys­is­ins væri náð, þrátt fyr­ir að það væri enn nokkuð um­fram það sem þekkt­ist fyr­ir hrun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK