Rannsakar „umfangsmikil brot“

Íslandsbanki við Kirkjusand.
Íslandsbanki við Kirkjusand. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkeppniseftirlitið er með til skoðunar meint brot Íslandsbanka á lögum um samkeppnismál. Telur Samkeppniseftirlitið að brotin sem um ræðir séu „umfangsmikil.“ Eru þau sögð hafa staðið yfir í „talsverðan tíma“ og ná til „mikilvægra markaða.“ Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka fyrir árið 2013 sem var birtur í morgun. 

Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu er Íslandsbanki, ásamt Landsbankanum og Arion banka, til skoðunar vegna viðskiptaskilmála í tengslum við veitingu íbúðalána. Er til skoðunar hvort bankarnir hafi notað markaðsráðandi stöðu sína til að veita afslætti af vöxtum en heftu í leiðinni möguleika viðskiptavina til að færa viðskipti sín. Fjallað er um rannsóknina í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá því í fyrra.

Fram kemur í ársreikningi Íslandsbanka að bankinn hafi komið athugasemdum sínum á framfæri til Samkeppniseftirlitsins og að bankinn muni eiga í samstarfi með eftirlitinu til að leysa málið.

Verði niðurstaða Samkeppniseftirlitsins hins vegar sú að bankinn hafi gerst brotlegur við lög um samkeppnismál sé ljóst að Íslandsbanki gæti þurft að greiða „verulegar“ fjárhæðir í stjórnvaldssektir, líkt og kveðið sé á um í 37. grein samkeppnislaga.

Geta sektir numið allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK