Árni og Hallbjörn selja í Högum

Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson hafa selt stóran hluta af …
Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson hafa selt stóran hluta af hlutabréfum sínum í Högum. Eggert Jóhannesson

Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson hafa selt 77 milljón hluti í Högum gegnum félagið Hagamel fyrir rúmlega 3,2 milljarða króna, en salan skýrir meirihluta þeirra fimm milljarða viðskipta sem áttu sér stað í morgun. Lífeyrissjóður verslunarmanna er kaupandi að um helmingi þessara bréfa, en félagið bætti við sig 37 milljón hlutum og er nú eigandi að 7,87% hlut í félaginu.

Hagamelur er enn eigandi að tæplega 19 milljón hlutum í Högum, eða 1,53%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK