Hlutabréf lækkuðu um 10 milljarða í dag

Heildarvirði hlutabréfa í Kauphöllinni lækkaði um rúmlega sjö milljarða í …
Heildarvirði hlutabréfa í Kauphöllinni lækkaði um rúmlega sjö milljarða í viðskiptum dagsins. Ómar Óskarsson

Hlutabréf lækkuðu í öllum félögum í Kauphöllinni í dag sem átt var í viðskiptum með. Bréf Haga lækkuðu mest eða um 2,87%. Ef rýnt er í lækkun á markaðsvirði bréfa í Kauphöllinni má sjá að samtals lækkuðu þau um rúma tíu milljarða.

Mesta heildarvirðislækkunin varð á bréfum í Össuri, en bréf þess lækkuðu um rúma 3,1 milljarð. Bréf Marel lækkuðu um 2,2 milljarða. Virði bréfa í Icelandair lækkaði um 1,5 milljarð, en lækkunin nam 1,63%. Þá rýrnaði markaðsverðmæti Haga um 1,2 milljarð með 2,87% lækkun. Heildarvirðislækkun annarra félaga var undir hálfum milljarði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK