Jesús drukkinn á páskunum

Bjórinn Jesús er sá 24. í röðinni frá Borg.
Bjórinn Jesús er sá 24. í röðinni frá Borg.

Á síðustu árum hef­ur árstíðabund­inn bjór orðið æ vin­sælli og er það ekki síst að þakka fjölda teg­unda frá minni brugg­hús­um. Þá hef­ur til­rauna­starf­semi verið viðloðandi þessa brugg­un og Íslend­ing­ar því fengið meiri fjöl­breytni en áður. Hinn 5. mars mun sölu­tíma­bil páska­bjórs hefjast, en meðal ann­ars mun Borg brugg­hús setja á markað bjór­inn Jesú, en hann er núm­er 24 í röðinni hjá Borg.

Kristi­leg­ur með kakóbragði

Óli Rún­ar Jóns­son, verk­efna­stjóri hjá Borg, seg­ir í sam­tali við mbl.is að brugg­húsið hafi farið í sam­starf við súkkulaðigerðina Omnom við gerð bjórs­ins. Kakónibb­ur frá Madaga­sk­ar voru sér­stak­lega pantaðar og eru þær notaðar til að fá sér­stakt bragð. Þá er bjór­inn lát­inn liggja á eikartunn­um og þrír mis­mun­andi ger­stofn­ar notaðir við brugg­un­ina. 

Síðustu ár hef­ur brugg­húsið lagt upp úr því að hafa kristi­leg­an blæ á nöfn­um páska­bjórs­ins, en í fyrra var Júdas til sölu og árið áður Bene­dikt. Óli Rún­ar seg­ir að það sé óum­deilt að Jesús sé einn af meg­in­karakt­er­um krist­in­dóms­ins og því hafi þótt við hæfi að nýta nafnið núna.

Nafn­gift­in ekki vanda­mál

Aðspurður hvort hann telji að nafn­gift­in muni valda deil­um eða að ÁTVR muni gera ein­hverj­ar at­huga­semd­ir seg­ist Óli Rún­ar ekki hafa heyrt af neinu slíku. „Við vit­um ekki til þess að nafn­gift­in verði vanda­mál,“ seg­ir hann, en eng­inn hef­ur hingað til haft sam­band við þá og Óli Rún­ar seg­ir að ÁTVR sé nú þegar búið að panta bjór­inn frá þeim. Jesús verður 7% ljóst öl, en áfeng­is­magn Júdas­ar var í fyrra 10,5%.

Sex aðrar teg­und­ir páska­bjórs verða til sölu í þetta skiptið, en sölu­tíma­bilið er frá 5. mars til 19. apríl. Þær eru Vík­ing páska­bjór, Páska­kaldi, Vík­ing páska Bock, Páskagull, Gæðing­ur páska­bjór og Þari páska­bjór Steðja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK