Mikil hækkun vísitölu neysluverðs

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,67% milli mánaða, samkvæmt nýrri mælingu Hagstofu Íslands. Helstu skýringar á hækkuninni nú eru útsölulok og hækkun á flugfargjöldum.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar 2014 er 418,7 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,67% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 394,9 stig og hækkaði um 0,87% frá janúar.

Vetrarútsölum er víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 7,1% (vísitöluáhrif 0,33%). Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11,0% (0,14%) en verð á dagvörum lækkaði um 0,6% (-0,11%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 0,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (0,4% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK