Bera 150 milljarða aukakostnað

Íslensk heimili og fyrirtæki bera 150 milljarða aukakostnað árlega vegna hærri raunvaxta en í viðskiptalöndunum, að því er segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins.

„Árið 1995 voru gjaldeyrishöft hér á landi afnumin að loknu aðlögunartímabili en það var ófrávíkjanlegur hluti EES-samningsins. Gjaldeyrishöft höfðu þá verið við lýði í rúma sex áratugi. Tímabil frjálsra fjármagnsflutninga stóð yfir í 13 ár, eða frá 1995 til septemberloka 2008. Á þessu tímabili voru millibankavextir til þriggja mánaða 3,4% að meðaltal í viðskiptalöndum okkar en 8,6% á Íslandi. Þar munar 5,2%.

 Að teknu tilliti til meiri verðbólgu hér á landi hafa raunvextir að jafnaði verið þremur prósentum hærri en í viðskiptalöndunum,“ segir í frétt SA.

„Í síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika kom fram að á miðju ári 2013 hafi skuldir heimila numið 108,3% af landsframleiðslu og skuldir fyrirtækja 165,5%, eða samtals 273,8%. Landsframleiðsla ársins 2013 var u.þ.b. 1.820 milljarðar króna þannig að samkvæmt áætlun Seðlabankans hafa skuldir heimila numið 2.000 milljörðum króna og skuldir fyrirtækja 3.000 milljörðum króna, eða samtals 5.000 milljörðum króna. Skuldug íslensk heimili og fyrirtæki þurfa að standa skil á 3% hærri raunvöxtum en að jafnaði í nágrannaríkjunum og samsvarar það 150 milljarða króna vaxtagreiðslum þeirra ár hvert. Þessi fjárhæð, sem nemur 8% af landsframleiðslunni, er einn mælikvarðinn á þann kostnað sem íslensk heimili og fyrirtæki bera af íslensku krónunni,“ segir á vef SA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK