Laun bankastjóra snarhækkuðu í fyrra

Heildarlaun bankastjóra stóru viðskiptabankanna þriggja.
Heildarlaun bankastjóra stóru viðskiptabankanna þriggja. Mynd/mbl.is

Heildarlaun bankastjóra viðskiptabankanna þriggja voru á bilinu 22,2 milljónir upp í 50,7 milljónir á síðasta ári. Það þýðir um 1,85 milljónir upp í 4,2 milljónir í heildarlaun á mánuði. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var með hæstu launin, 50,7 milljónir á síðasta ári. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans var aftur á móti lægst launaður af þeim þremur, en heildarlaun hans yfir árið voru 22,2 milljónir. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka var þar á milli með 40 milljónir í árslaun.

Laun Steinþórs hækkuðu mest milli ára og fóru upp um 56% milli ára, en heildarlaun hans á síðasta ári námu 14,2 milljónum. Stór hluti hækkunarinnar er í formi hlutabréfahlunninda upp á 4,2 milljónir. Laun Birnu hækkuðu um 35%, en í fyrra var hún með 29,7 milljónir í árslaun. Í ár voru 3,6 milljónir af heildartekjum hennar árangurstengdar greiðslur. Laun Höskuldar hækkuðu minnst, en hann hélt samt sem áður hæstu laununum. Laun hans hækkuðu um 14% milli ára, en heildartekjur hans á síðasta ári voru 44,5 milljónir. Almenn launavísitala hækkaði í fyrra um 6% samkvæmt Hagstofu Íslands.

Upplýsingar um laun Steinþórs voru leiðrétt í fréttinni 6. mars, samanber þessa frétt.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka. mbl.is/Ómar Óskarsson
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK