Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, var kjörin nýr formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi í dag. Fékk hún 54,4% greiddra atkvæða, en Svana Helen Björnsdóttir, sem lætur af embætti, fékk 45,5% atkvæða.
Guðrún HLAUT 106.151 atkvæði og Svana 88.684. Aðrir fengu 3,8%. Kosningaþátttaka var 85,5%
Auk Guðrúnar voru þau Bolli Árnason hjá GT tækni, Eyjólfur Árni Rafnsson hjá Mannvit, Vilborg Einarsdóttir hjá Mentor og Sigsteinn Grétarsson kjörin í stjórnina. Fyrir voru þeir Andri Þór Guðmundsson hjá Ölgerðinni, Kolbeinn Kolbeinsson hjá Ístaki og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þeir Jón Gunnar Jónsson hjá Actavis og Lárus Jónsson hjá Rafþjónustunni voru kjörnir í ráðgjafaráð samtakanna, en þeir eru einnig varamenn í stjórn.