Tæp 50% fylgjandi tollfrjálsum innflutningi

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er rétt um helmingur landsmanna eða 49,8% …
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er rétt um helmingur landsmanna eða 49,8% fylgj­andi því að heimilt verði að flytja inn landbúnaðarvörur án tolla. mbl.is/Styrmir Kári

Fólk á landsbyggðinni vill síður tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. 55% karla eru fylgjandi tollafrelsi en 32% andvíg á meðan 44% kvenna eru fylgjandi og 35% þeirra andvígar slíkum innflutningi. 

Þetta er niðurstaða könnunar sem MMR framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og er birt í blaðinu í dag.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er rétt um helmingur landsmanna eða 49,8% fylgj­andi því að heimilt verði að flytja inn landbúnaðarvörur án tolla til Íslands, samkvæmt niðurstöðum könn­unar sem Viðskiptablaðið lét MMR framkvæmda. Af þeim sem tóku afstöðu voru 31,7% andvíg tollfrjálsum innflutningi landbún­aðarvara. Af þeim sem tóku afstöðu var 61,1% fylgjandi innflutningi án tolls en 38,9% á móti. Alls var fjöldi þátttakenda 1.013 en svarhlutfall var 90,4%.

Nánar er fjallað um könnuna í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. <a href="http://www.vb.is/frettir/102666/" target="_blank">Hér </a>má sjá ítarlegri frétt um málið á vef Viðskiptablaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK