Seðlabankinn greiddi málskostnað Más

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Rósa Braga

Seðlabanki Íslands greiddi máls­kostnað Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra vegna dóms­mála hans gegn bank­an­um, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Kjararáð hafði á grund­velli laga nr. 87 frá ár­inu 2009 lækkað laun Más Guðmunds­son­ar, eins og annarra emb­ætt­is­manna sem und­ir ráðið féllu.

Már taldi að kjararáði hefði ekki verið heim­ilt að skerða laun hans og starfs­kjör eft­ir skip­un hans í embætti. Már tapaði máli sínu fyr­ir héraðsdómi og áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar Íslands. Hinn 24. apríl 2013 felldi Hæstirétt­ur dóm sinn í mál­inu. Þar var héraðsdóm­ur staðfest­ur með viðbót­ar­skýr­ing­um á for­send­um hans, sem voru staðfest­ar að öðru leyti. Hæstirétt­ur ákvað í sín­um dómi að „máls­kostnaður félli niður“ og var það í sam­ræmi við ákvörðun um máls­kostnað fyr­ir héraðsdómi. Það orðalag þýðir í raun að hvor málsaðili ber sinn máls­kostnað og þykir nokk­ur mild­un á niður­stöðu í þágu þess sem tap­ar máli. Meg­in­regl­an er sú, að sá aðili sem vinn­ur mál sitt fyr­ir dómn­um fær máls­kostnaðinn, að mati rétt­ar­ins, bætt­an af þeim sem tap­ar mál­inu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK