Hagvöxturinn gæti ýtt undir hærri vexti

Sá aukni hagvöxtur sem birtist í nýjustu tölum Hagstofunnar gæti …
Sá aukni hagvöxtur sem birtist í nýjustu tölum Hagstofunnar gæti ýtt undir hækkandi stýrivexti. Eggert Jóhannesson

Hagvöxtur mældist 3,3% á árinu 2013 samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birti nú í  morgun. Er þetta nokkuð umfram það sem flestir aðilar spáðu, þ.m.t. Seðlabanki Íslands sem reiknaði með hagvexti upp á 3,0% á árinu. Þá er þetta mesti hagvöxtur sem hefur mælst á einu ári frá árinu 2007. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka, en þar er einnig bent á að þessi aukni hagvöxtur dragi úr framleiðsluslakanum og geti þannig ýtt á að stýrivextir verði hækkaðir að öðru óbreyttu.

Það sem skapar hagvöxt síðasta árs er að miklu leyti utanríkisviðskipti, enda standa þjóðarútgjöld nánast í stað og einkaneyslan jókst aðeins um 1,2%. Segir greiningardeildin að afgangur af undirliggjandi viðskiptajöfnuði hafi aukist töluvert milli áranna 2012 og 2013 og mælst 6,4% af landsframleiðslu í fyrra, en það er mesti afgangur sem mælst hefur frá því að gerð þjóðhagsreikninga hófst árið 1945.

Greiningardeildin bendir á að í nýjustu spá Seðlabankans hafi hann reiknað með að slakinn á síðasta ári hafi verið tæplega 1%, en miðað við nýbirtar tölur er ljóst að hann er nær 0,5%. Rifjað er upp að peningastefnunefnd SÍ hefur sagt í yfirlýsingum sínum undanfarið að eftir því sem slakinn hverfi úr hagkerfinu sé rétt að slakinn hverfi einnig úr peningastjórnuninni, þ.e. að raunstýrivextir hækki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK