„Skrökvað að þingi og þjóð“

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Í svari þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um kostnað við málaferli Más Guðmundssonar gegn Seðlabanka Íslands segir að málsaðilar beri hvor um sig þann kostnað sem þeir hafa stofnað til sjálfir, svo sem lögmannskostnað.

Nú hefur Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, hins vegar sagt að bankinn hafi staðið „straum af öllum kostnaði vegna málsins,“ eins og segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðdegis.

Lára sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í dag um kostnað Seðlabanka Íslands vegna málskostnaðar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

„Ef seðlabankastjóri lét Seðlabanka Íslands borga lögfræðikostnað sinn vegna málaferla sem hann höfðaði gegn Seðlabankanum, þá hefur Alþingi verið sagt ósatt um málið í skriflegri fyrirspurn. Það er mikilvægt að það verði upplýst hvort og þá afhverju Alþingi voru gefnar rangar upplýsingar um málið,“ segir Ásmundar Einar í pistli á Eyjunni í kvöld.

Þá segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á facebook-síðu sinni að nú sé komin staðfesting á því að fyrrverandi fjármálaráðherra hafi skrökvað að þingi og þjóð. „Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þætti það fullkomið hneyksli,“ segir hann.

Í svari við fyrirspurn Ásmundar Einars kemur jafnframt fram að kostnaður Seðlabankans af málaferlunum hafi numið rúmum fjórum milljónum króna til dagsins 31. janúar 2013, þegar svarið barst.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK