Viðskiptin ættu að vera skattskyld

AFP

Rafræni gjaldmiðillinn bitcoin er ekki gjaldmiðill en viðskipti með honum ættu engu að síður að vera skattskyld. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá japönskum stjórnvöldum í dag. Yfirlýsingin gæti markað upphafið að því að settar verði formlegar reglur um notkun gjaldmiðilsins samkvæmt frétt AFP.

Bitcoin „fellur ekki undir skilgreiningu á gjaldmiðli“ samkvæmt japönskum lögum segir í yfirlýsingunni sem er í samræmi við sjónarmið fjölmargra seðlabanka. Fyrir vikið gætu bankar þar í landi ekki séð um viðskipti í bitcoin eða stofnað reikninga sem innihéldu gjaldmiðilinn. Ekki kemur hins vegar fram hvort japönsk stjórnvöld hafi í hyggju að setja reglur um notkun bitcoin eða hvernig það yrði útfært kæmi til þess.

Þá segir að almennt séð séu viðskipti með bitcoin skattskyld uppfylli þau skilyrði sem sett eru meðal annars í lögum um tekjuskatt, fyrirtækjaskatt og virðisaukaskatt. Væri bitcoin ennfremur notaður í peningaþvætti fæli það í sér glæp. Engin japönsk lög næðu hins vegar með beinum hætti til bitcoin. Stjórnvöld væru hins vegar að fara yfir núgildandi lög og kanna hvað væri hægt að gera í þeim efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK