„Mér finnst þetta ekki rétt“

Seðlabankinn Íslands
Seðlabankinn Íslands mbl.is/Ómar

„Ég frétti fyrst af þessu bara í fréttum í gær. Þetta var aldrei rætt á bankaráðsfundum,“ segir Hildur Traustadóttir í samtali við mbl.is. Hildur átti sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands á árunum 2009-2013. Aðspurð hvað henni finnist um að Seðlabankinn greiði málskostnað Más segir Hildur: „Mér finnst þetta ekki rétt.“ Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.

Segir þetta hafa komið á óvart

Ingibjörg Ingvadóttir, sem var fulltrúi í bankaráði Seðlabankans árið 2012 og er enn í dag, segist heldur ekki hafa vitað af málinu. „Ég vissi ekki að bankinn hefði greitt málskostnað Más og því kom þetta mér á óvart þegar ég frétti það í gær,“ segir hún í samtali við mbl.is. „Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig efnislega um málið fyrr en bankaráð hefur fundað um það,“ bætir Ingibjörg við. 

Í frétt Morgunblaðsins föstudaginn 7. mars kemur fram að Seðlabanki Íslands hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna dómsmáls sem hann höfðaði gegn bankanum vegna breytinga á launakjörum. Lára V. Júlíusdóttir, sem var formaður bankaráðs Seðlabankans á árunum 2009, sagði í gær að hún hefði tekið ákvörðunina um að bankinn skyldi greiða málskostnaðinn.

Leitaði ekki eftir umboði bankaráðsins

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor og fulltrúi í bankaráði Seðlabankans þá og nú, telur að ákvörðun um endurgreiðslu málskostnaðar seðlabankastjóra hafi verið tekin í lok júnímánaðar 2013, á síðustu dögum þess bankaráðs sem Lára var í forsæti fyrir í umboði síðustu ríkisstjórnar. Þess má geta að nýtt bankaráð var kosið á Alþingi 5. júlí og þar urðu mikil mannaskipti.

Spurður um umboð formanns bankaráðsins til að ákveða útgjöldin segir Ragnar: „Mér vitanlega hefur hún ekki leitað eftir umboði bankaráðsins. Málið hafi ekki verið tekið upp á fundi. Þess vegna gerir hún þetta upp á sitt eindæmi. Ég tel að bankaráðið hafi ekki haft minnstu ástæðu til að ætla að þetta yrði gert.“

Frétt mbl.is : Ég tók þessa ákvörðun

Frétt Morgunblaðsins: Var krafinn um kostnað

Frétt mbl.is : Ekki síður hagsmunir Seðlabankans

Ingibjörg Ingvadóttir, fulltrúi í bankaráði Seðlabankans
Ingibjörg Ingvadóttir, fulltrúi í bankaráði Seðlabankans mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK