„Mér finnst þetta ekki rétt“

Seðlabankinn Íslands
Seðlabankinn Íslands mbl.is/Ómar

„Ég frétti fyrst af þessu bara í frétt­um í gær. Þetta var aldrei rætt á bankaráðsfund­um,“ seg­ir Hild­ur Trausta­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Hild­ur átti sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands á ár­un­um 2009-2013. Aðspurð hvað henni finn­ist um að Seðlabank­inn greiði máls­kostnað Más seg­ir Hild­ur: „Mér finnst þetta ekki rétt.“ Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.

Seg­ir þetta hafa komið á óvart

Ingi­björg Ingva­dótt­ir, sem var full­trúi í bankaráði Seðlabank­ans árið 2012 og er enn í dag, seg­ist held­ur ekki hafa vitað af mál­inu. „Ég vissi ekki að bank­inn hefði greitt máls­kostnað Más og því kom þetta mér á óvart þegar ég frétti það í gær,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is. „Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig efn­is­lega um málið fyrr en bankaráð hef­ur fundað um það,“ bæt­ir Ingi­björg við. 

Í frétt Morg­un­blaðsins föstu­dag­inn 7. mars kem­ur fram að Seðlabanki Íslands hafi greitt máls­kostnað Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra vegna dóms­máls sem hann höfðaði gegn bank­an­um vegna breyt­inga á launa­kjör­um. Lára V. Júlí­us­dótt­ir, sem var formaður bankaráðs Seðlabank­ans á ár­un­um 2009, sagði í gær að hún hefði tekið ákvörðun­ina um að bank­inn skyldi greiða máls­kostnaðinn.

Leitaði ekki eft­ir umboði bankaráðsins

Ragn­ar Árna­son, hag­fræðipró­fess­or og full­trúi í bankaráði Seðlabank­ans þá og nú, tel­ur að ákvörðun um end­ur­greiðslu máls­kostnaðar seðlabanka­stjóra hafi verið tek­in í lok júní­mánaðar 2013, á síðustu dög­um þess bankaráðs sem Lára var í for­sæti fyr­ir í umboði síðustu rík­is­stjórn­ar. Þess má geta að nýtt bankaráð var kosið á Alþingi 5. júlí og þar urðu mik­il manna­skipti.

Spurður um umboð for­manns bankaráðsins til að ákveða út­gjöld­in seg­ir Ragn­ar: „Mér vit­an­lega hef­ur hún ekki leitað eft­ir umboði bankaráðsins. Málið hafi ekki verið tekið upp á fundi. Þess vegna ger­ir hún þetta upp á sitt ein­dæmi. Ég tel að bankaráðið hafi ekki haft minnstu ástæðu til að ætla að þetta yrði gert.“

Frétt mbl.is : Ég tók þessa ákvörðun

Frétt Morg­un­blaðsins: Var kraf­inn um kostnað

Frétt mbl.is : Ekki síður hags­mun­ir Seðlabank­ans

Ingibjörg Ingvadóttir, fulltrúi í bankaráði Seðlabankans
Ingi­björg Ingva­dótt­ir, full­trúi í bankaráði Seðlabank­ans mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK