„Frekar óeðlilegt að bankinn borgi“

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

„Það er frekar óeðlilegt að bankinn sé að borga fyrir þetta, en ég er ekki með allar upplýsingar fyrir framan mig um þetta mál. Það hefur ekki verið rætt í núverandi bankaráði,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson sem situr í bankaráði Seðlabankans um ákvörðun bankans um að greiða málskostnað Más Guðmundssonar vegna málsóknar hans á hendur bankanum. 

„Bankaráð fundar nú í vikunni en ég veit ekki hvort þetta mál verður rætt sérstaklega,“ bætir Ágúst við. 

Auður Hermannsdóttir, sem situr einnig í bankaráði, segist ekki vilja tjá sig efnislega enda sé um flókið mál að ræða. „Það er hægt að skoða þetta frá mörgum hliðum. Ég þyrfti samt að fá allar upplýsingar, bæði frá bankaráði og þeim sem sátu í því, áður en ég fer að tjá mig með beinum hætti,“ segir Auður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK