„Kvótakóngar íslenskrar ferðaþjónustu“

Deilt er um það hvort rukka megi inn á svæði …
Deilt er um það hvort rukka megi inn á svæði Geysis í Haukadal. Gjaldheimta á að hefjast seinna í dag. Rax / Ragnar Axelsson

Stjórn­völd sýna ekki neinn vilja í verki til að stíga fram og stöðva gjald­heimtu á ein­staka stöðum og þeim hef­ur meðal ann­ars mistek­ist að gera það við Geysi, þar sem gjald­heimta mun hefjast seinna í dag. Þetta seg­ir Hall­grím­ur Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Snæ­land Gríms­son. Hall­grím­ur seg­ir að með þessu áfram­haldi stefni bæði í nátt­úrupassa og ein­staka gjald­heimtu og þá sé ekki langt í að upp rísi ný stétt kvótakónga í ís­lenskri ferðaþjón­ustu.

„Kvótakóng­ar í ferðaþjón­ustu“

„Málið er komið út í al­gjöra vit­leysu og það er ekki heil brú í því sem verið er að gera,“ seg­ir Hall­grím­ur. Hann seg­ir að með gjald­töku á ein­staka stað sé verið að vega að ferðaf­relsi lands­manna, en eins og staðan er í dag seg­ir hann að það stefni í að inn­heimt verði fyr­ir nátt­úrupassa til viðbót­ar við fjöl­marga staði sem hafi lýst því yfir að þeir ætli að fara í inn­heimtu. 

„Ég sé ekki bet­ur en að stjórn­völd virðist ekki hafa neina stjórn á þessu mál­um,“ seg­ir hann. Eft­ir að einn staður hef­ur gjald­heimtu munu fleiri fylgja í kjöl­farið að sögn Hall­gríms, en hann seg­ir að þetta muni skapa nýja kvóta­stétt. „Það verða til kvótakóng­ar ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu.“ Hann seg­ist ótt­ast að þegar menn fari að finna pen­inga­lykt­ina muni þeir fljót­lega hækka verð og seg­ist ekki gera ráð fyr­ir því að gjaldið inn á Geys­is­svæðið verði fjór­ar evr­ur lengi. Þá sé held­ur ekki langt í að menn geti farið að veðsetja slík ferðamanna­svæði með til­heyr­andi óstöðug­leika.

Lítið heyrst frá SAF og Icelanda­ir

Hall­grím­ur furðar sig á því að Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar hafi ekki gert meira í þessu máli eða stærsti ein­staki ferðaþjón­ustuaðil­inn á Íslandi, Icelanda­ir. „Þetta kem­ur í bakið á ferðaþjón­ust­unni með litl­um fyr­ir­vara,“ seg­ir hann, en marg­ir hafa selt pakka­ferðir til Íslands þar sem allt sé innifalið og því komi svona gjald niður á ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um en ekki ferðamönn­un­um sjálf­um fyrsta árið. Hann seg­ir þetta skapa al­gjört öngþveiti, en nú þegar hafi marg­ar er­lend­ar ferðaskrif­stof­ur haft sam­band við hann og spurt hvað sé eig­in­lega að ger­ast. 

Hall­grím­ur seg­ist í sjálfu sér ekki vera á móti gjaldi á ferðamenn, en að það þurfi að gera slíkt með yf­ir­veg­un og með fyr­ir­vara. Hann seg­ir að hrein­leg­ast væri að setja á ein­hvers­kon­ar komu­gjald og að slíkt gjald gæti verið 10 evr­ur án þess að hafa mik­il áhrif. Mikið hærra gjald gæti aft­ur á móti farið að hafa nei­kvæð áhrif.

Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri og eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland Grímssonar.
Hall­grím­ur Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Snæ­land Gríms­son­ar.
Byrjað verður að rukka inn við Geysi seinna í dag.
Byrjað verður að rukka inn við Geysi seinna í dag. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK