Íslenskar rafbækur til sölu á Amazon

Fyrstar með íslenskar bækur hjá Amazonfyrir Kindle: Birgitta Hassell og …
Fyrstar með íslenskar bækur hjá Amazonfyrir Kindle: Birgitta Hassell og Marta Hlín Magnadóttir hjá Bókabeitunni.

Fyrstu íslensku rafbækurnar fyrir Kindle eru nú komnar í sölu hjá bókarisanum Amazon. Um er að ræða allar bækur sem Bókabeitan og Bókaútgáfan Björt gefa út.

Samkvæmt nýlegri könnun er meirihluti þeirra rafbóka sem keyptar eru á Íslandi keyptar fyrir Kindle, lesbretti Amazon.

„Amazon hefur smám saman verið að bæta við tungumálum inn í Kindle-umhverfið. Við höfðum samband við Amazon með það fyrir augum að íslenska yrði eitt af þeim málum sem yrðu gjaldgeng fyrir þennan vinsæla rafbókalesara. Þegar það var í höfn voru nokkur önnur ljón í veginum eins og að fá virðisaukaskattsprósentuna rétta o.fl. Nú er þetta loksins orðið eins og það á að vera og allar bækur Bókabeitunnar og Bjartar bókaútgáfu fáanlegar á Amazon.com,“ segir Birgitta Elín Hassell í fréttatilkynningu, en hún á og rekur útgáfurnar ásamt Mörtu Hlín Magnadóttir.

„Við leggjum sérstaka áherslu á vandað lesefni fyrir þann hóp sem er einmitt jafnan fyrstur til að tileinka sér nýja tækni, nefnilega börn, unglinga og ungt fólk. Það passar því eins og flís við rass að vera fyrstar með bækur á íslensku fyrir Kindle,“ segir Birgitta.

Bækur Bókabeitunnar og Bjartar hafa verið gefnar út jafnóðum sem rafbækur fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Marta Hlín Magnadóttir rithöfundur og útgefandi hjá Bókabeitunni bendir á að ungt fólk sé alltaf með símana sína á lofti. Í strætó, í frímínútum eða að bíða eftir næstu kennslustund. „Okkur fannst því mikilvægt að bækurnar okkar væru fáanlegar á öllum rafrænum miðlum, þannig að þau geti gripið í lesturinn hvenær sem þeim hentar.“

Til þess að finna bækurnar á Amazon.com þarf einfaldlega að slá inn „Íslenskar bækur“ í leitargluggann

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK