Skilaði 5,5% raunávöxtun

Eignir lífeyrissjóðanna fara fyrst og fremst í að greiða lífeyri …
Eignir lífeyrissjóðanna fara fyrst og fremst í að greiða lífeyri til þeirra sem hættir eru að vinna. mbl.is/Golli

Lífeyrissjóðurinn Gildi skilaði 5,5% raunávöxtun á síðasta ári. Þetta er heldur lakari afkoma en árið 2012 þegar sjóðurinn skilaði 7,4% raunávöxtun.

Ávöxtun innlendra hlutabréfa var 18,8% og erlend hlutabréf hækkuðu um 9,3% í krónum. Raunávöxtun skuldabréfa var 4,4%

Hrein eign samtryggingardeildar sjóðsins var 331,4 milljarðar og hækkaði um 31,9 milljarðar frá fyrra ári. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt eru eignir sjóðsins 3,5% lægri en heildarskuldbindingar í árslok 2013.

Í lífeyrissjóðnum Gildi eru félagsmenn í Eflingu í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði, sjómenn og fleiri.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna birti tölur um afkomu í síðasta mánuði fyrir árið 2013. Sjóðurinn stækkaði um 52 milljarða króna og var hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 454 milljarðar króna. Þennan vöxt má m.a. þakka því að á árinu náðist 6,3% hrein raunávöxtun eigna sjóðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK