Neysla ferðamanna fer minnkandi

Nauðsynlegt er að skoða hvort markaðssetja eigi Ísland betur fyrir …
Nauðsynlegt er að skoða hvort markaðssetja eigi Ísland betur fyrir þá hópa ferðamanna sem gefa mest af sér. Morgunblaðið/Eggert

Neysla ferðamanna minnkaði um 16% frá árinu 2000 til 2012 þegar hún er skoðuð í íslenskum krónum, en um 20% þegar neyslan var mæld í Bandaríkjadölum og 42% í evrum. Þessi þróun hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Anna Fríða Garðarsdóttir vann fyrir lokaverkefni sitt til BS-gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. 

Rannsóknarefnið var að kanna neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi 2000-2012 miðað við verðlag ársins 2012 og bera saman við tölur frá Kanada og Nýja-Sjálandi. Á þessu tímabili hefur neysla á hvern ferðamann í Kanada aukist um 61% þegar hún er skoðuð í Kanadadollar og enn frekar þegar hún er skoðuð í Bandaríkjadollar og evru, eða um 129% og 67%. Neysla á hvern erlendan ferðamann á Nýja-Sjálandi hefur minnkað um 23% þegar hún er skoðuð í nýsjálenskum dal en aftur á móti aukist um 40% í Bandaríkjadal og um 2% í evrum.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að Anna telji að mikil þörf sé á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlenda ferðamanna líkt og gert hefur verið til að mynda í Kanada og Nýja-Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK