Stjórnlagadómstóll Þýskalands greindi frá þeirri niðurstöðu sinni í dag að björgunarsjóður evrusvæðisins, ESM, færi ekki gegn þýsku stjórnarskránni. Þar með staðfesti dómstóllinn niðurstöðu sem hann komst að í september 2012 til bráðabirgða.
Fram kemur í niðurstöðum stjórnlagadómstólsins samkvæmt frétt AFP að hann sæi engar hindranir í vegi þess að Þýskaland tæki þátt í björgunarsjóðnum sem ætlað er að aðstoða evruríki í efnahagsvanda með lánafyrirgreiðslum.