Þorði ekki að sækja um hjá CCP

Þegar Katrínu Atladóttur, forritunarfræðingi hjá CCP, var fyrst bent á að sækja um vinnu hjá CCP árið 2007 segist hún ekki hafa þorað það þar sem hún taldi sig ekki vera jafnhæf og þeir forritarar sem unnu hjá fyrirtækinu á þeim tíma. Seinna bauðst henni starf hjá fyrirtækinu og tók því og hefur síðustu fimm ár verið í forritunarteymi EVE online-leiksins. Hún segir í samtali við mbl.is að forritarar þurfi ekki endilega að vera strákar sem setji saman tölvur í frítímanum, en sjálf er Katrín mikið á snjóbretti og annarri útivist. Þetta kom meðal annars fram á fundi átaksverkefnisins konur í tækni sem fram fór í húsnæði CCP í morgun.

Katrín segir að forritun sé meira skapandi en hún hafi upphaflega búist við, en þrátt fyrir það sækja konur ekki mikið í greinina. Hún segir að enn í dag séu karlmenn enn í meirihluta yfir mestu tölvuleikjaspilarana, en það sé að breytast. Þá segir hún stelpur og stráka hafa mismunandi áherslur þegar kemur að forritun, t.d. sérhæfi hún sig mikið í verkefnum þar sem smáatriði skipti meira máli. 

Á síðasta ári eignaðist Katrín barn og fór í barneignarleyfi. Hún segir að upphaflega hafi hún verið stressuð yfir að missa mikið úr, enda miklar og hraðar breytingar í tölvuheiminum. Aftur á móti hafi hún komið til baka eftir 10 mánaða leyfi og það hafi ekki verið erfitt að snúa til baka. „Það hafði ýmislegt breyst en ég var ótrúlega fljót að detta inn í það aftur,“ segir Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK