Vara við notkun sýndarfjár

Stjórnvöld hafa varað við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á …
Stjórnvöld hafa varað við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með sýndarfé, svo sem bitcoin. GEORGE FREY

Íslensk stjórn­völd hafa varað við hugs­an­legri áhættu tengdri kaup­um, varðveislu á eða viðskipt­um með sýnd­ar­fé, svo sem bitco­in og aur­oraco­in.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, Seðlabanka Íslands, Neyt­enda­stofu, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu og inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir að gild­andi lög á Íslandi verndi neyt­end­ur ekki gegn tapi á sýnd­ar­fé, til dæm­is ef „markaðstorg“ sem skipt­ir eða varðveit­ir sýnd­ar­fé bregst skyld­um sín­um eða ef greiðsla mis­ferst eða kemst í hend­ur óviðkom­andi aðila.

Til­kynn­ing­in kem­ur í til­efni af fyr­ir­hugaðri út­hlut­un sýnd­ar­fjár (Aur­oraco­in) til Íslend­inga. Þar seg­ir jafn­framt að sýnd­ar­fé megi lýsa sem til­bún­um sta­f­ræn­um skiptimiðli. Sýnd­ar­fé hafi víða rutt sér til rúms en notk­un og viðskipti með það hafi hingað til verið afar tak­mörkuð hér á landi.

„Hand­hafi sýnd­ar­fjár á ekki kröfu á út­gef­anda sam­bæri­lega því sem við á um pen­inga­seðla og mynt, raf­eyri, inn­lán og ann­ars kon­ar inn­eign á greiðslu­reikn­ingi í skiln­ingi laga nr. 120/​2011, um greiðsluþjón­ustu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Verðgildi og óhindrað aðgengi að sýnd­ar­fé sé alls ótryggt frá ein­um tíma til ann­ars.

Notk­un­inni geti fylgt áhætta

Í til­kynn­ingu frá Seðlabank­um seg­ir enn frem­ur að notk­un sýnd­ar­fjár geti fylgt mik­il áhætta. Enda sýni reynsl­an und­an­far­in miss­eri að virði sýnd­ar­fjár í viður­kennd­um gjald­miðlum hafi sveifl­ast mikið frá ein­um tíma til ann­ars.

„Það er mat Seðlabank­ans að ekki sé til staðar heim­ild til að kaupa er­lend­an gjald­eyri af fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi eða til flutn­ings er­lends gjald­eyr­is á milli landa, á grund­velli viðskipta með sýnd­ar­fé. Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýnd­ar­fé tak­mörk­un­um háð á Íslandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Seðlabank­inn bend­ir einnig á að hvorki Aur­oraco­in né Bitco­in sé viður­kennd­ur lögeyr­ir eða gjald­miðill í skiln­ingi ís­lenskra laga.

„Vert er að minna á að hér á landi hef­ur Seðlabanki Íslands einka­rétt til að gefa út pen­inga­seðla og láta slá og gefa út mynt eða ann­an gjald­miðil sem get­ur gengið manna á milli í stað pen­inga­seðla og lög­legr­ar mynt­ar,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK