Konur skipa meirihluta stjórnar

mbl.is/Ómar

Eftir aðalfund Arion banka í dag skipa konur meirihluta stjórnar bankans, eru fjórar af sjö stjórnarmönnum. Kirstín Þ. Flygenring, sem er fulltrúi Bankasýslu ríkisins, er ný í stjórninni en hún kemur í stað Agnars Kofoed-Hansen, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.

Á fundinum voru eftirfarandi kjörnir í stjórn bankans: Benedikt Olgeirsson, Björgvin Skúli Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund, Monica Caneman og Þóra Hallgrímsdóttir. Fyrir utan Kirstínu eru stjórnarmennirnir tilnefndir af Kaupskilum, dótturfélagi Kaupþings banka. 

Af þremur varamönnum í stjórn eru tvær konur, en varamenn í stjórn bankans voru kjörnir Björg Arnardóttir, Sigurlaug Ásta Jónsdóttir og Ólafur Örn Svansson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK