Bankarnir hafa samband af fyrra bragði

Afkoma Orkuveitunnar hefur batnað á síðustu árum og eru rekstrarniðurstöður …
Afkoma Orkuveitunnar hefur batnað á síðustu árum og eru rekstrarniðurstöður nokkuð umfram áætlanir í Planinu. Styrmir Kári

Rekst­ur Orku­veit­unn­ar hef­ur styrkst mikið og það lít­ur út fyr­ir að mark­mið Plans­ins muni nást. Árang­ur þess er nú þegar 13% um­fram áætl­un miðað við árs­reikn­ing fyr­ir árið 2013, en síðan þá hef­ur fé­lagið selt hlut í HS veit­um og má gera ráð fyr­ir að staðan í dag sé því nær því að vera 16% um­fram áætl­un. Þetta kom fram á kynn­ing­ar­fundi í Orku­veit­unni í dag.

Rekst­ur­inn ekki enn traust­ur

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, seg­ir að þrátt fyr­ir þenn­an ár­ang­ur sé rekst­ur­inn ekki enn orðinn traust­ur, en sé á góðri leið þangað. Þetta hef­ur meðal ann­ars skilað sér í því að er­lend­ir bank­ar eru farn­ir að sýna fyr­ir­tæk­inu áhuga varðandi end­ur­fjármögn­un af fyrra bragði. „Það er eitt­hvað nýtt fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Bjarni.

Planið svo­kallaða, aðgerðaráætl­un sem sett var fram árið 2011 um rekst­ur næstu fimm ára, gerði ráð fyr­ir að fé­lagið myndi ná 53,1 millj­arði með innri og ytri aðgerðum, en meðal ann­ars þurfti 12 millj­arða lán frá eig­end­um veit­unn­ar. Þetta virðist hafa skilað sér, en farið var í mikla hagræðingu og eru starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins nú meðal ann­ars tvö hundruð færri en árið 2009. Þá var stefnt að lækk­un fjár­fest­inga­kostnaðar í veitu­kerf­um á tíma­bil­inu upp á 15 millj­arða og sölu eigna upp á 10 millj­arða. Gjald­skrá hef­ur einnig verið hækkuð nokkuð sem á að skila um 8 millj­örðum yfir tíma­bilið í hærri tekj­um.

Þegar horft er aft­ur sést að þess­ar aðgerðir hafa skilað hækk­un í tekj­um um 13,2 millj­arða á fimm árum, en þær voru á síðasta ári 39,2 millj­arðar. Þá hef­ur rekstr­ar­hagnaður hækkað úr 13 millj­örðum árið 2009 upp í 26,1 millj­arð og er EBITDA hlut­fallið 66,5% í dag. Hagnaður eft­ir af­skrift­ir hef­ur á sama tíma tog­ast upp og er nú 17,2 millj­arðar, en árið 2009 var hann 5,2 millj­arðar.

Skulda­bagg­inn far­inn að létt­ast

Þessi áform skiluðu sér strax í rekst­ur­inn árið 2012, en Bjarni seg­ir að strax þá hafi hann verið nokkuð góður. Aft­ur á móti hafi skulda­bagg­inn verið nokkuð þung­ur það árið, en af­borg­an­ir lána voru um 25 millj­arðar árið 2012. Í ár og næstu ár er aft­ur á móti gert ráð fyr­ir um 16-17 millj­arða af­borg­un­um á ári. Þetta skilaði sér í því að heild­ar­hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins var 3,35 millj­arðar á síðasta ári, sam­an­borið við 2,3 millj­arða tap árið á und­an.

Bjarni seg­ir að styrk­ing krón­unn­ar hafi hjálpað fyr­ir­tæk­inu en á móti komi lækkað ál­verð. Þetta tvennt  núllaði hvort annað út á síðasta ári að hans sögn. Þrátt fyr­ir aukið oln­boga­rými og að rekst­ur­inn hafi styrkst mikið þá seg­ir Bjarni að enn sé ekki kom­inn tíma til að horfa á hraðari niður­greiðslu lána eða breyt­ing­ar á fjár­fest­inga­stefnu eða end­ur­nýj­un­ar­áform­um.

Ætla ekki að selja hlut í Gagna­veitu eða Landsneti á bruna­út­sölu

Meðal þeirra eigna sem Orku­veit­an á enn en hef­ur í hyggju að selja er 49% hlut­ur í Gagna­veit­unni og 6,8% hlut­ur í Landsneti. Bjarni sagði á kynn­ing­ar­fundi í dag að þó að stefnt væri að þess­ari sölu, þá væri staða Orku­veit­unn­ar þannig í dag að það væri vel hægt að bíða eft­ir rétta verði og ekki væri farið í neina bruna­út­sölu. 

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar er sáttur með gang Plansins.
Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar er sátt­ur með gang Plans­ins. Mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK