Breytingin sem verktakar biðu eftir

Ný byggingarreglugerð hefur verið samþykkt, en þar er meðal annars …
Ný byggingarreglugerð hefur verið samþykkt, en þar er meðal annars fallið frá kvöðum um lágmarksstærð herbergja. Samtök iðnaðarins segja þetta ýta undir nýbyggingu og fagna breytingunni. AFP

Breyting á byggingarreglugerð sem kynnt var í gær mun liðka vel fyrir nýbyggingum hér á landi. Þetta segir Friðrík Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs hjá Samtökum iðnaðarins, en hann segir að breytingin sé mjög í anda þess sem samtökin höfðu lagt til. Megininntak breytinganna er að fallið er frá algildri hönnun og rýmisstærðum, en í stað þess farið í markmiðsákvæði. 

Minni og ódýrari íbúðir

Þetta mun hafa það í för með sér að hægt verður að byggja minni íbúðir en fyrrverandi reglugerð leyfði og þar með ódýrari íbúðir. Friðrik segir að hann viti um verktaka sem hafi verið að bíða eftir þessum breytingum áður en þeir færu út í framkvæmdir, en byggingarreglugerðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár.

Mannvirkjagerð lét gera samanburð á kröfum hér á landi og í nágrannalöndum okkar og segir Friðrik að niðurstöðurnar hafi sýnt að á Íslandi væru kröfurnar strangastar og það leiddi einnig til þess að dýrara var að byggja. 

Ekki lengur kvaðir um lágmarksstærð herbergja

Breytingin hefur áhrif í öllum mannvirkjum og öllum stærðum af íbúðarhúsnæði, en mun væntanlega hafa mest áhrif til að byrja með á smærri íbúðir. Hingað til hafa verið kvaðir um að baðherbergi þurfi að vera fimm fermetrar, vaskahús sjö fermetrar og eitt svefnherbergi allavega átta fermetrar, en Friðrik segir að núna taki markmiðaákvæði við í staðin. Það þýðir að arkitektar þurfi að sýna fram á að það sé t.d. þvotta- og snyrtiaðstaða í íbúðinni, án þess að ákveðinn fermetrafjöldi sé gefinn upp.

Uppbygging í rótgrónum hverfum mun einnig njóta góðs af þessu, en Friðrik segir að með breytingunum verði horft til séraðstæðna í uppbyggðum hverfum. Þannig má t.d. gera undantekningu frá reglu um lyftu í þriggja hæða húsum sé byggingarreiturinn lítill og í uppbyggðu hverfi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK