Aukinn áhugi fjárfesta

Fjöldi stórverkefna í pípunum
Fjöldi stórverkefna í pípunum Elín Eshter

„Það verður að segj­ast að tals­verður áhugi er á Íslandi þessa dag­ana. Mörg þeirra verk­efna sem hafa verið til skoðunar síðustu árin eru loks­ins að nálg­ast ákvörðun­arstig, eins og fram hef­ur komið í fjöl­miðlum. Það ánægju­lega er síðan að einnig eru að bæt­ast við ný verk­efni til at­hug­un­ar, en oft tek­ur þetta ferli þar til ákvörðun ligg­ur fyr­ir minnst eitt eða tvö ár,“ seg­ir Þórður H. Hilm­ars­son, for­stöðumaður fjár­fest­inga­sviðs Íslands­stofu, við Morg­un­blaðið en fyr­ir­huguð verk­efni í orku- og mann­frek­um iðnaði hér á landi skipta tug­um.

Verk­efn­in eru mis­langt á veg kom­in en sem dæmi má nefna áform um þrjú kís­il­ver, eitt sól­arkís­il­ver, kap­al­verk­smiðjur, vatns­verk­smiðjur, kalkþör­unga­verk­smiðju, tóm­ata­gróður­hús, slípi­efna­verk­smiðju og líf­tækni­verk­smiðju. Þá fyr­ir­huga gagna­ver­in Ver­ne og Advania-Thor tölu­verða stækk­un.

Íslands­stofa hef­ur aðstoðað orku­fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög við að kynna fjár­fest­um hug­mynd­ir um t.d. gagna­ver og koltrefja­verk­smiðjur. Þórður seg­ir vax­andi áhuga á ný á gagna­ver­um, sér í lagi í Evr­ópu, og horf­ur séu einnig að verða mjög já­kvæðar í fram­leiðslu koltrefja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK