Lýsing kaupir Lykil

Eignaleigufyrirtækið Lykill hefur verið selt til Lýsingar.
Eignaleigufyrirtækið Lykill hefur verið selt til Lýsingar.

MP banki hf. hefur selt og Lýsing hf. keypt rekstur Lykils, eignaleigusviðs MP banka. Samningar um kaupin voru undirritaðir föstudaginn 21. mars, en salan á Lykli er liður í því að skerpa enn frekar á sérhæfðri bankaþjónustu MP banka og um leið að einfalda skipulag bankans og auka áherslu á kjarnastarfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MP banka, en Morgunblaðið sagði frá þessum kaupum fyrr í mánuðinum.

Þann 23. mars 2012 tók eignaleigusvið MP banka til starfa undir heitinu Lykill. Lykill býður bílasamninga, bílalán og kaupleigusamninga til fjármögnunar atvinnutækja. Starfsemin verður áfram rekin undir vörumerkinu Lykill og réttindi og skyldur samkvæmt samningum haldast óbreyttar gagnvart viðskiptavinum, að því er segir í tilkynningunni.

Lilja Dóra Halldórsdóttir, forstjóri Lýsingar, segir þetta hluta af frekari uppbyggingu. „Kaup Lýsingar á Lykli undirstrika áform félagsins um frekari uppbyggingu og áframhaldandi forystu á sínu sviði. Í áætlunum Lýsingar um öflugri starfsemi félagsins felst meðal annars að bjóða upp á nýjungar á sviði fjármögnunar eins og markaðurinn varð var í upphafi ársins þegar kynnt voru ný vaxta- og verðbótalaus lán. Við hlökkum til samstarfsins við viðskiptavini Lykils og fögnum þessari viðbót í starfsemi Lýsingar,“ segir Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK