Fimm þúsund búnir að sækja auroracoin

Hugmyndin á bakvið auroracoin er að allir Íslendingar fái gefins …
Hugmyndin á bakvið auroracoin er að allir Íslendingar fái gefins 31,8 einingar í gjaldmiðlinum, en í heild nemur það 50% af heildarmagni myntarinnar.

Rúmlega fimm þúsund Íslendingar hafa í dag sótt auroracoin-rafmynt sem byrjað var að gefa á miðnætti síðustu nótt. Hver og einn landsmaður getur sótt um 31,8 einingar af myntinni á heimasíðu hennar, en nauðsynlegt er að auðkenna sig með annaðhvort símanúmeri eða Facebook-aðgangi. Miðað við markaðsvirði myntarinnar þessa stundina er virði eininganna sem úthlutað er hverjum og einum um 40 þúsund íslenskar krónur. Hefur það lækkað nokkuð í dag, en margir höfðu spáð því að með mikilli aukningu myntarinnar í umferð myndi verð hennar lækka. Þegar þetta er skrifað hafa 161.257,8 einingar verið sóttar, en það nemur um 1,54% af þeim 10.500.000 einingum sem eru í boði ókeypis fyrir Íslendinga.

Ekki er vitað hver stendur á bak við verkefnið, en Baldur Friggjar Óðinsson er skráður fyrir fréttatilkynningum um myntina. Enginn með því nafni er skráður í þjóðskrá, en þarna er sjálfsagt verið að vitna til norrænu ásatrúarinnar. Þá er heimasíða myntarinnar skráð í Panama, en erfitt getur verið að rekja hver raunverulegur eigandi er á síðum sem eru skráðar þar.

Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og aðrar opinberar stofnanir hafa varað við miðlinum og kölluðu hann sýndarfé í tilkynningu sem send var út um daginn. Sagði þar meðal annars að verðgildi myntarinnar væri ótryggt frá einum tíma til annars og að notkuninni fylgi mikil áhætta. Þá er enn óljóst hvort notkun myntarinnar brjóti lög um fjármagnshöft.

Myntin hefur vakið mikla athygli erlendra miðla og hefur meðal annars verið fjallað um hana á vef Forbes og Guardians í dag.

Frétt mbl.is: Byrjað að útdeilda auroracoin

Frétt mbl.is: Gefa Íslendingum nýja rafmynt

Frétt mbl.is: Rúmlega 3 milljarðar fyrir auroracoin

Frétt mbl.is: Segir sýndarmiðla vera afkimastarfsemi

Frétt mbl.is: Vara við notkun sýndarfjár

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka