Á móti launahækkun

Fulltrúi Bankasýslu ríkisins greiddi atkvæði gegn því að laun stjórnarmanna Arion banka yrðu hækkuð um 7% á stjórnarfundi bankans sem var haldinn 20. mars síðastliðinn.

Á fundinum var samþykkt að þóknun til stjórnarmanna á þessu ári verði 375.000 kr. á mánuði, 562.500 fyrir varaformann stjórnar og 750.000 fyrir stjórnarformann. Í tilviki erlendra stjórnarmanna, sem eru tveir talsins, eru launin tvöfalt hærri.

Formaður stjórnar Arion banka er Monica Caneman en varaformaður er Guðrún Johnsen. Samtals námu laun þeirra á árinu 2013 18,6 milljónum og 9,9 milljónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK