Dregið úr fjármagnshöftunum

AFP

Stjórn­völd á Kýp­ur felldu í dag úr gildi hluta fjár­magns­haft­anna sem komið var á í land­inu fyr­ir rúmu ári. Kýp­verj­ar geta fyr­ir vikið tekið út fé sitt úr bönk­um án tak­mark­ana en síðan fjár­magns­höft voru tek­in upp hafa þeir ekki getað tekið út meira en 300 evr­ur á dag eða sem nem­ur tæp­lega 47 þúsund krón­um. 

Haft er eft­ir Har­is Georgia­des, fjár­málaráðherra Kýp­ur, í frétt AFP að sam­hliða aukn­um stöðug­leika í fjár­mála­kerfi lands­ins og auknu trausti á því kunni að verða mögu­legt að draga enn frek­ar úr fjár­magns­höft­un­um. Tak­mark­an­irn­ar á út­tekt­ir úr bönk­um voru mik­il­væg­ur hluti af höft­un­um á Kýp­ur seg­ir í frétt­inni. Kýp­verj­ar geti hins veg­ar áfram ekki inn­leyst ávís­an­ir og mega ekki taka meira en þrjú þúsund evr­ur með sér úr landi.

Ákvörðun stjórn­valda í dag þýðir einnig að dregið verður úr tak­mörk­un­um á milli­færslu fjár­magns inn­an­lands og und­ir ákveðnum skil­yrðum mega Kýp­verj­ar núna opna nýja banka­reikn­inga í bönk­um sem þeir eru ekki þegar í viðskipt­um við. Hins veg­ar verður að vera um að ræða bundna reikn­inga með yfir fimm þúsund evra inni­stæður.

Stjórn­völd á Kýp­ur von­ast til að geta af­numið öll fjár­magns­höft­in í lok þessa árs tak­ist að semja við alþjóðlega lán­veit­end­ur og end­ur­heimta að fullu traust fjár­festa. Áður höfðu þarlend­ir ráðamenn stefnt að því af­nema höft­in að fullu í janú­ar síðastliðnum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK