Skuldir franska ríkisins aukast enn

Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. IAN LANGSDON

Op­in­ber­ar skuld­ir Frakk­lands juk­ust mjög í fyrra og námu í árs­lok um 93,5% af vergri lands­fram­leiðslu. Hlut­fallið var 90,6% í lok árs 2012. Nýj­ar töl­ur leiða einnig í ljós að hall­inn á rík­is­sjóði hafi verið 4,3% af vergri lands­fram­leiðslu í fyrra, borið sam­an við 4,9% árið 2012.

Frönsk stjórn­völd höfðu sett sér mark­mið um að koma hlut­fall­inu niður í 4,1% í fyrra.

Frökk­um hef­ur því gengið erfiðlega að koma bönd­um á halla­rekst­ur rík­is­ins, þrátt fyr­ir tölu­verðar skatta­hækk­an­ir. Hafa hag­fræðing­ar meðal ann­ars bent á að rík­is­stjórn sósí­al­ist­ans Franco­is Hollande, for­seta Frakk­lands, hafi hækkað skatta það mikið að skatt­tekj­urn­ar hafi ein­fald­lega ekki skilað sér í rík­is­sjóðinn.

Pier­re Moscovici, efna­hags- og fjár­málaráðherra Frakk­lands, hef­ur viður­kennt fús­lega að skuld­irn­ar séu enn of mikl­ar og að mikið verk sé óunnið. 

Það var svart­ur sunnu­dag­ur fyr­ir franska sósí­al­ista í gær þegar niðurstaða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna lá fyr­ir. Leiðtogi hægri­flokks­ins, UMP, tal­ar um bláa bylgju en bæði UMP og þjóðern­is­hreyf­ing­in Front Nati­onal unnu stór­sig­ur.

Fast­lega er gert ráð fyr­ir að Hollande boði breyt­ing­ar á rík­is­stjórn sinni í kjöl­far kosn­ing­anna. Eini ljósi punkt­ur­inn fyr­ir flokk hans hafi verið niðurstaðan í Par­ís­ar­borg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK