Skuldir franska ríkisins aukast enn

Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. IAN LANGSDON

Opinberar skuldir Frakklands jukust mjög í fyrra og námu í árslok um 93,5% af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið var 90,6% í lok árs 2012. Nýjar tölur leiða einnig í ljós að hallinn á ríkissjóði hafi verið 4,3% af vergri landsframleiðslu í fyrra, borið saman við 4,9% árið 2012.

Frönsk stjórnvöld höfðu sett sér markmið um að koma hlutfallinu niður í 4,1% í fyrra.

Frökkum hefur því gengið erfiðlega að koma böndum á hallarekstur ríkisins, þrátt fyrir töluverðar skattahækkanir. Hafa hagfræðingar meðal annars bent á að ríkisstjórn sósíalistans Francois Hollande, forseta Frakklands, hafi hækkað skatta það mikið að skatttekjurnar hafi einfaldlega ekki skilað sér í ríkissjóðinn.

Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálaráðherra Frakklands, hefur viðurkennt fúslega að skuldirnar séu enn of miklar og að mikið verk sé óunnið. 

Það var svartur sunnudagur fyrir franska sósíalista í gær þegar niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna lá fyrir. Leiðtogi hægriflokksins, UMP, talar um bláa bylgju en bæði UMP og þjóðernishreyfingin Front National unnu stórsigur.

Fastlega er gert ráð fyrir að Hollande boði breytingar á ríkisstjórn sinni í kjölfar kosninganna. Eini ljósi punkturinn fyrir flokk hans hafi verið niðurstaðan í Parísarborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK