Opna tvær Iceland-verslanir í Breiðholti

Iceland verslunin opnaði í Vesturbergi í Breiðholti á föstudaginn. Á …
Iceland verslunin opnaði í Vesturbergi í Breiðholti á föstudaginn. Á næstu vikum mun ný verslun einnig opna í Arnarbakka. mbl.is/Hjörtur

Á föstudaginn opnaði Iceland-verslunarkeðjan nýja verslun í Vesturbergi í Breiðholti, en fyrir er rekin verslun í Engihjalla. Þá mun fyrirtækið einnig opna Iceland-verslun í Arnarbakka í neðri hluta Breiðholts á næstu vikum, en búið er að loka 10-11-verslun sem var þar fyrir. Árni Pétur Jónsson, forstjóri og meirihlutaeigandi Iceland, segir mögulegt að fleiri búðir verði opnaðar undir merkjum Iceland, en fyrst verði horft til þess hvernig Breiðholtsbúðirnar gangi.

Árni er einnig eigandi 10-11, en hann segir að ekki sé um neina samvinnu að ræða milli keðjanna. Iceland hafi einfaldlega keypt húsnæðið og þær verði áfram reknar hvor í sínu lagi. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort fleiri 10-11-búðum yrði breytt í Iceland-búðir, en útilokar það ekki í framtíðinni.

Verslunin í Vesturbergi er samtals 508 fermetrar, en Arnarbakki rúmlega 450 fermetrar. Árni segir að þetta sé sú stærð sem Iceland horfi til með stærð búðanna og að ef til frekari fjölgunar komi verði þær búðir á þessu bili. Áður hafði Iceland opnað verslun úti á Granda í um 1.500 fermetra húsnæði. Árni segir að það hafi einfaldlega verið of stórt og ekki passað við hugmyndir stjórnenda Iceland.

Opnunin í Vesturbergi gekk vel að sögn Árna; vel hafi verið tekið á móti þeim og mikil umferð viðskiptavina. Vinna við Arnarbakkabúðina er komin ágætlega á veg og segir Árni að gert sé ráð fyrir að opna hana eftir tvær til þrjár vikur.

Árni Pétur Jónsson
Árni Pétur Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK