Póstmiðstöðin seld á síðasta ári

Póstmiðstöðin dreifir Fréttablaðinu.
Póstmiðstöðin dreifir Fréttablaðinu. mbl.is

Fram kom í fjölmiðlum um miðjan janúar að Póstmiðstöðin í eigu 365 miðla væri í söluferli. Fjölmiðlafyrirtækið upplýsti hins vegar á laugardaginn, í tengslum við uppgjör sitt fyrir 2013, að það hefði selt Póstmiðstöðina á síðasta ári.

Fréttavefur Viðskiptablaðsins hafði eftir Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, í janúar: „Við höfum verið opin fyrir því að selja Póstmiðstöðina ef gott verð fengist.“ Viðskiptablaðið hafði samband við Ara í kjölfar fréttar DV um sama efni. „Ég sagðist þá ekki vilja tjá mig um mál sem væri í ferli,“ segir Ari í samtali við Morgunblaðið.

Ari segir að Póstmiðstöðin, sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu, hafi sannarlega verið seld á liðnu ári, en að á tímabili hafi verið óljóst hvernig kaupendahópurinn væri samsettur. Það hafi þó komið fljótt í ljós, en hann taldi ekki rétt að tjá sig við fjölmiðla um málefni viðsemjenda sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK