Sjá Ísland sem álitlegan kost

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Kristinn

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, seg­ir að breytt um­hverfi á alþjóðleg­um raf­orku­markaði hafi skapað ný viðskipta­tæki­færi fyr­ir Lands­virkj­un. Er­lend fyr­ir­tæki sjái Ísland sem álit­leg­an kost fyr­ir starf­semi sína og hafi Lands­virkj­un átt í viðræðum við fjölda fyr­ir­tækja í ýms­um iðngrein­um.

„Ný viðskipta­tæki­færi gera fyr­ir­tæk­inu kleift að breikka hóp viðskipta­vina sinna með það að mark­miði að auka verðmæta­sköp­un og minnka rekstr­aráhættu Lands­virkj­un­ar í framtíðinni,“ sagði hann á aðal­fundi fé­lags­ins í dag.

„Ísland er ríkt af orku­auðlind­um og mikl­ir mögu­leik­ar fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag fel­ast í auk­inni verðmæta­sköp­un með frek­ari orku­frekri at­vinnu­starf­semi. Eft­ir öra upp­bygg­ingu síðustu ára­tuga er einnig áhuga­vert að horfa í aukn­um mæli til þess hvernig nýta megi ís­lenskt hug­vit til þess að þróa nýj­ar hug­mynd­ir og tækni í orku­vinnslu og nýt­ingu orku­auðlind­ar­inn­ar,“ sagði hann.

Fram kom í máli hans að frá árs­lok­um 2009 hefðu nettóskuld­ir Lands­virkj­un­ar lækkað um 395 millj­ón­ir Banda­ríkjdala, sem jafn­gild­ir um 44,6 millj­örðum króna. „Þrátt fyr­ir þann ár­ang­ur er fyr­ir­tækið enn of skuld­sett og verður áfram lögð höfuðáhersla á niður­greiðslu skulda,“ sagði hann.

„Þrátt fyr­ir ágæt­an rekstr­ar­ár­ang­ur í erfiðu markaðsum­hverfi var Lands­virkj­un rek­in með tapi. Ástæðu þess má rekja til lækk­andi ál­verðs á heims­markaði og áhrifa þess á reiknað verðmat raf­orku­samn­inga.

Af­koma Lands­virkj­un­ar mun áfram ráðast af þróun ál­verðs, vaxta og gjald­miðla en ál­verð er lágt um þess­ar mund­ir og þróun þess óvissu háð,“ bætti hann við.

Frétt mbl.is: Jón­as Þór nýr stjórn­ar­formaður Lands­virkj­un­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK