Sjá Ísland sem álitlegan kost

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Kristinn

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að breytt umhverfi á alþjóðlegum raforkumarkaði hafi skapað ný viðskiptatækifæri fyrir Landsvirkjun. Erlend fyrirtæki sjái Ísland sem álitlegan kost fyrir starfsemi sína og hafi Landsvirkjun átt í viðræðum við fjölda fyrirtækja í ýmsum iðngreinum.

„Ný viðskiptatækifæri gera fyrirtækinu kleift að breikka hóp viðskiptavina sinna með það að markmiði að auka verðmætasköpun og minnka rekstraráhættu Landsvirkjunar í framtíðinni,“ sagði hann á aðalfundi félagsins í dag.

„Ísland er ríkt af orkuauðlindum og miklir möguleikar fyrir íslenskt samfélag felast í aukinni verðmætasköpun með frekari orkufrekri atvinnustarfsemi. Eftir öra uppbyggingu síðustu áratuga er einnig áhugavert að horfa í auknum mæli til þess hvernig nýta megi íslenskt hugvit til þess að þróa nýjar hugmyndir og tækni í orkuvinnslu og nýtingu orkuauðlindarinnar,“ sagði hann.

Fram kom í máli hans að frá árslokum 2009 hefðu nettóskuldir Landsvirkjunar lækkað um 395 milljónir Bandaríkjdala, sem jafngildir um 44,6 milljörðum króna. „Þrátt fyrir þann árangur er fyrirtækið enn of skuldsett og verður áfram lögð höfuðáhersla á niðurgreiðslu skulda,“ sagði hann.

„Þrátt fyrir ágætan rekstrarárangur í erfiðu markaðsumhverfi var Landsvirkjun rekin með tapi. Ástæðu þess má rekja til lækkandi álverðs á heimsmarkaði og áhrifa þess á reiknað verðmat raforkusamninga.

Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla en álverð er lágt um þessar mundir og þróun þess óvissu háð,“ bætti hann við.

Frétt mbl.is: Jónas Þór nýr stjórnarformaður Landsvirkjunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK