Betri staða á bandarískum vinnumarkaði

AFP

Fjöldi þeirra sem þáðu atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn í Bandaríkjunum jókst í síðustu viku miðað við vikuna á undan. Hins vegar benda aðstæður almennt á bandarískum vinnumarkaði til þess batnandi stöðu.

Fram kemur í frétt AFP að 326 þúsund hafi þegið atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn í síðustu viku. Það væri aukning um 16 þúsund frá vikunni á undan. Að meðal tali var fjöldi nýrra bótaþega hins vegar 319.500 undanfarnar fjórar vikur miðað við 352.500 á sama tíma fyrir ári. Þá er gert ráð fyrir því að atvinnuleysið lækki í 6,6% úr 6,7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK