Heppilegt að auka skattlagningu núna

Vel klæddir ferðamenn í miðbænum.
Vel klæddir ferðamenn í miðbænum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hagfræðideild Landsbankans telur að ef vilji sé til aukinnar skattlagningar á ferðamenn geti verið heppilegur tími til að auka hana núna. Traust skorti í ferðaþjónustunni á því að tekjur af einni sameiginlegri skattlagningu eða gjaldtöku skili sér á rétta staði.

Í Hagsjá hagfræðideildarinnar segir að á þessu ári megi ætla að fjöldi ferðamanna verði tvöfaldur miðað við árið 2010, eða tæplega þrefaldur íbúafjöldi landsins. Tekjur hins opinbera af þeim, til að mynda vegna virðisaukaskatts og eldsneytisgjalda, hafi því aukist verulega.

Hún segir þó að ýmislegt bendi til þess að við ráðum ekki að óbreyttu við áframhaldandi fjölgun ferðamanna, sé í það minnsta gengið út frá hefðbundnum vinnuaðferðum og þróun í greininni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK